12.07. 2002
Ný vefsíða
Eins og sjá má er vefsíða Gullfisks nú komin í loftið. Á vefsíðunni má finna ýmsar upplýsingar um fyrirtækið, vörurnar og framleiðsluaðferðir. Nú á dögum er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að halda úti vefsíðu þar sem allar upplýsingar um fyrirtækið koma fram. Í raun má segja að vefsíðan sé andlit fyrirtækisins út á við.
Vefsíðan er enn í vinnslu og verður það fram eftir haustinu.


>> sjá fleiri fréttir

Gullskífur

Fyrir þremur árum síðan komu Gullskífur á markað frá Gullfiski. Gullskífurnar eru gerðar úr heilum ýsuflökum og þurrkaðar þannig að þær verða stökkar og bragðgóðar.
Næringarfræðingar hafa mælt með Skífunum sem millibita fyrir fólk sem stundar æfingar. Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur hjá World Class segir m.a. um Gullskífurnar: "Einn poki af Gullskífum inniheldur um 30g af próteinum sem er hæfilegur skammtur af próteinum í eina máltíð. Mikilvægt er að líkaminn á auðvelt með að nýta þessi prótein líkt og önnur prótein úr dýraríkinu. ">>sjá umsögn frá Fríðu Rún Þórðardóttur, næringarfræðings og framkvæmdastjóra einkaþjálfunarsviðs líkamsræktarstöðvarinnar World Class: